Rifsberjasulta.

Frá Sólveigu Eiríksdóttur
Rifsberjasulta

5 dl rifsber með stönglinum
1 dl vatn
½-1 dl agavesýróp*
2 cm biti fersk engiferrót
Sjóðið rifsberin í ca 15-20 mín – merjið berin með sleif á meðan þau sjóða
Allt sett í sigti og rifsberjamaukið sigtast frá, hratið verður eftir
setjið rifsberjamaukið + agavesýróp + ferska engiferrót í pott og látið sjóða í 10-15 mín. Veiðið engiferrótina uppúr og setjið svo allt í matvinnsluvél og maukið. Núna er sultan tilbúin að fara í glerkrukkur – en líka er hægt að frysta hluta af henni í passlegum skömmtum