Súrsætt Chutney

Sólveig Eiríksdóttir
Súrsætt Chutney

Hér getið þið notað rabbabara, epli, mangó, ananans, papaja, perur – blandað saman nokkrum tegundum eða notað bara 1 tegund
einnig getið þið notað ber t.d. bláber, rifsber, sólber, stikkilsber, reyniber eða trönuber
ef þið notið ber með stöngli þá þarf að taka þau af stönglinum
1 kg ávextir eða ber, ávextirnir skornir í litla bita en berin tekin af stönglinum
2 msk rifin engiferrót
2 hvítlauksrif
1 rauður chilipipar, skorinn í 2, steinhreinsaður & skorinn í litla bita
1 msk rifið lime hýði
1 msk laukfræ (ef þið fáið þau)
1 msk sinnepsfræ
1 tsk paprikuduft
1 tsk kóríanderfræ
1/2 kg döðlur*
250 g aprikósur
2,5 dl vatn eða eplasafi
allt sett í pott & soðið við vægan hita þar til allt er orðið vel soðið

*fæst lífrænt frá Himneskri hollustu