Bláberjaterta Bjarkar

Björk Vilhelmsdóttir sendi þessa uppskrift inn. Myndin er ótengd uppskriftinni
Bláberjaterta Bjarkar

Botn:
2 1/2 dl sykur
2 egg
1 tsk. vanilludropar
1 tsk. lyftiduft
3 msk. kalt vatn
4 msk. hveiti
100 g saxað suðusúkkulaði
100 g heslihnetuflögur
2 1/2 dl saxað
Þeytið saman egg og sykur. Setjið síðan vanilludropa,
vatn, hveiti og lyftiduft í. Að lokum er súkkulaði, hnetum
og döðlum blandað rólega út í deigið.
Bakað í 26″ tertuformi við 175° C í um eina klukkustund.
Á botninn eru settir um 2 dl af ferskum eða frosnum
íslenskum (aðal-)bláberjum og yfir það rúmlega peli af
þeyttum rjóma. Tertan þarf að standa í a.m.k. þrjár
klukkustundir til að berjasafinn nái að mýkja botninn.