Vín og víngerð

Vín og víngerð

 

Þótt víngerð úr berjum, öðrum en vínberjum, sé ekki algeng þá er lítið því til fyrirstöðu að framleiða vín úr íslenskum berjum. Vitað er um einn framleiðanda á Íslandi sem framleiðir vín úr krækiberjum og selur undir nafninu Kvöldsól. Víngerðarmeistarinn heitir Ómar Gunnarsson og er hann jafnframt matreiðslumeistari og starfar á Fosshótel Húsavík.
Ekki er vínið þó framleitt úr krækiberjum eingöngu þar sem bláber og rabarbari er einnig notað við gerð vínsins. Kvöldsól er eina framleiðslan svo vitað sé um sem gerð er úr íslenskum krækiberjum.
Virðingarvert framtak sem vonandi á eftir að þrífast og dafna. Hér er að finna frekari uppplýsingar um Kvöldsól.
Kvöldsól er þó ekki eina vínið sem vitað er um að framleitt sé úr krækiberjum. Í norður Finnmörk í Noregi framleiðir Arnt Mathias Arntzen Nordkapp 2000, krækiberjavín að styrkleika 13% Arnt státar sig af því að hann sé nyrsti vínframleiðandi heims og má það rétt vera. Hér er að finna upplýsingar um Nordkapp 2000