Bláberjabaka

Karen Rut Gísladóttir
Bláberjabaka

Myndin tengist ekki uppskriftinni beðið eftir mynd frá Karen

Það er alltaf mikil berjaspretta í Borgarfirðinum og er mikið af krækiberjum, bláberjum og aðalbláberjum allt í kringum Hreðavatn. Annars vil ég deila með ykkur ágætri uppskrift af bláberjaböku sem ég skellti í stórt eldfast mót og inn í ofn um daginn.

15-20 dl af bláberjum sett í eldfast mót og þó nokkuð af sykri stráð yfir

Topping
250 gr hveiti
4 dl ljós púðusykur
3 tsk kanill
150 gr smjórlíki

Öllum hráefnum (fyrir utan berin) blandað vel saman og stráð yfir bláberin. Ég get því miður ekki gefið upp hversu lengi á að baka þessa böku því ég útbjó hana við heldur frumstæðar aðstæður en hún var mjög góð þegar toppingin (afsakið slettuna) var farin að dökkna og bláberin að brjóta sér leið í gegnum hana.
Gott að borða með þeyttum rjóma eða ís.

Verði ykkur að góðu