Aðalbláberjasaft

Björk Vilhelmsdóttir og Sveinn Rúnar Hauksson
Aðalbláberjasaft

Aðalbláberjasaft

 

  • hrat af 3 kg. af bláberjum
  • 2 l vatn
  • 750 gr. sykur
  • safi úr einni sítrónu
  • 1 msk. vínsýra í hvern lítra

 

Setjið hratið af berjunum í pott með 2 l af vatni og látið sjóða í 15 mín. Strengjið grisju yfir ílát og hellið berjunum á hana. Mælið saftina og hellið henni í pott. Bætið við sykri og sítrónusafa. Látið sjóða í 5 mín. Takið pottinn af hitanum og blandið vínsýru út í. Hellið heitri saftinni á heitar og hreinar flöskur og lokið strax.