Bláberjasaft

Björk Vilhelmsdóttir og Sveinn Rúnar Hauksson
Bláberjasaft

Eðal-aðalbláberjasaft. Má alveg eins vera bláber.
3 kg. bláber
71/2 dl. vatn
350 gr. sykur í hvern lítra af saft
1 msk. vínsýra í hvern lítra
Sjóðið berin í vatninu í 15 mín. Merjið þau og hellið þeim á grisju sem hefur verið yfir ílát. Mælið saftina og hellið henni í pott. Bætið sykri saman við og látið sjóða í 5 mín. Takið pottinn af hitanum og blandið vínsýru út í. Hellið heitri saftinni á heitar og hreinar flöskur og lokið strax.