Rifsberjahlaup

Júlíus Júlíusson
Rifsberjahlaup
Rifsberjahlaup áhugamannsins
Júlíus Júlíusson frá Dalvík heldur úti skemmtilegri heimasíðu sem nefnist Matarsíða áhugamannsins.Blessuð berin hafa ekki farið fram hjá áhugamanninum. Á síðunni gefur hann okkur uppskrift af rifsberjahlaupi sem hann gerði nýlega. Júlíusi þykir nauðsynlegt að eiga rifsberjahlaup í ísskápnum t.d. fyrir osta og kex og í sósur. Vert er einnig að benda á hvernig Júlíus hefur nýtt berin sem vaxa í hlíðunum umhverfis Dalvík. Haustblíða, ber og eldhúsdundur.
Rifsberjahlaup.

  • 1 kg ber ) (Með stilkum og eitthvað af laufum)
  • 1/2 l vatn
  • Soðið og stappað í c.a. 15 mín
  • Síað vel í gegnum taubleiu
  • 1 lítir af berjasafa
  • 1 kg sykur

Soðið í 25 mín. Veiða syrjuna ofan af og hella í krukkur. Í þessari uppskrift er ekki notaður hleypir, stilkar og lauf eiga að koma að sömu notum.

Myndirnar hér að neðan eru fengnar af Matarsíðu áhugamannsins og sýna nýtínd berin, berin í pottinum og að lokum er hlaupið komið í krukkurnar. Kærar þakkir Júlíus.