Hélurifssulta

Áslaug Ólafsdóttir
Hélurifssulta

Hélurifssulta.
1 kg hélurifs, hreinsuð og þvegin
1/2 dl vatn, má sleppa
1 kg sykur

Berin sett í hæfilega stóran pott með sykri og látin malla í ca. 20 mín., þá er hitinn aukinn og sultan látin bulla vel smástund. Sett á hreinar krukkur og lokað strax. Mikilvægt er að krukkur sem nota á séu þvegnar og hitaðar í ofni við ca. 120° C smá stund til sótthreinsunar og lokin soðin nokkrar mín. í sama tilgangi. Einnig á að loka krukkunum strax á meðan þær eru vel heitar því þá sýgur lokið sig fast þegar sultan kólnar og tryggir betur geymsluþol. Með þessu móti þarf ekki að nota nein rotvarnarefni.