Bláberjaostakaka

Bláberjaostakaka

Botn

4 dl möndlur

3 dl döðlur

½ tsk Himalaya salt

Allt sett í matvinnsluvél og hrært þangað til allt loðir vel saman. Sett í sílikonform og pressað vel niður og þannig búin til ”skál” upp á kantana.

Fylling

3 dl kasjúhnetur

2 dl kókosolía

1 dl vatn

1 dl sæta (hunang, kókossýróp, agave…)

1 tsk vanilluduft

½ tsk Himalaya salt

300 gr bláber

Allt nema berin sett í blender og blandað þar til fyllingin verður silkimjúk. Bláberjunum svo blandað varlega saman við og öllu hellt í botninn. Sett í frystir í a.m.k. 8 klst og tekið út ca. 1-2 klst. áður en borið er fram.

Höfundur: Elfa