Bláberjakaramellusósa

Bláberjakaramellusósa

Innihald

1 bolli bláber

1 bolli sykur

1/4 bolli vatn

1 mtsk. sítrónusafi

Aðferð
Hakkið bláberin í blandara. Sykur og vatn sett í pott og hitað á vægum hita, hrærið þar til sykurinn er bráðinn og vel dökkur, cirka 8-10 mínútur. Takið þá af hitanum og blandið bláberjunum varlega saman við. Setjið pottinn aftur á helluna í 5 mínútur. Sigtið sósuna og hellið aftur í pott og hrærið þar til hún þykknar, í cirka 10 mínútur. Takið pottinn af hellunni og bætið sítrónusafanum út í. Látið kólna. Góð með vanilluís, jógúrt og því sem þér dettur í hug:)

Gangi ykkur vel :)

Uppskrift og mynd af vefnum Hugmyndir fyrir heimilið