Þóruterta

Sigfríður Sigurgeirsdóttir
Þóruterta

(1 botn í eldfastmót eða í springform með bökunarpappír).
Til að fá stóra, þá þarf að tvöfalda…….
4 eggjahvítur
200 gr flórsykur
50 gr rice krispies

Eggjahvíturnar og flórsykurinn eru stífþeytt saman. Rice Krispiesinu er svo bætt út í.

150 C í 60 mín.

Krem:
4 eggjarauður
2 msk sykur
Þetta þeytt saman
40 gr smjörlíki
100 gr súkkulaði brætt,kælt og hrært saman við rauðurnar.
Kremið sett á milli botnanna og líka í taumum ofan á.

Rjómi á milli í tvöfalda ¾ líter. Má setja alls konar á milli. T.d. Galaxy kararmeluskúkkulaði mjög gott….með rjómanum eða Pipp-súkkulaði. Síðan má skreyta tertuna með jarðarberjum og bláberjum og súkkulaði í taumum yfir.

Ég hef tvöfaldað þessa uppskrift, þ.e. gert tvo botna. Setið bökunarpappír í eldfast mót, þannig er gott að ná botninum upp. Látið kólna vel áður en að bökunarpappírinn er fjarlægður.