Berjapæja Dagbjartar

Dagbjört Hjaltadóttir. Vinningshafi á Bláberhadögum 2011
Berjapæja Dagbjartar

Berjapæja Dagbjartar

3 1/2 dl. gróft spelt (eða heilhveiti)
3 1/2 dl. púðursykur (má minnka sykur og nota agave-sýróp)
3 1/2 dl. tröllahafrar eða Sólskins múslí
1/2 tsk fínt salt
1 tsk kanill
200 gr. mjúkt smjör
400 gr. aðalbláber, ný eða frosin
2 msk. hrásykur (ofan á berin)
*****
Blandið öllum þurrefnum saman í skál. Klípið mjúkt smjörið saman við svo úr verði frekar blaut, gróf mylsna. Setjið rúman helming deigsins í vel smurt mót (ca. 22-24 sm. í þvermál) og þjappið því lauslega niður. Dreyfið aðalbláberjum yfir deigbotninn og stráið hrásykri yfir (eða kanilsykri). Ef notuð eru frosin ber þarf að láta þau slakna lítillega fyrst. Setjið að lokum afganginn af deginu ofan á. Bakið í miðjum ofni í 35 – 40 mín. við 175°. Berið pæjuna fram með þeyttum rjóma.